Grindavík: 9. flokkur stúlkna Íslandsmeistari
Grindavíkurstelpur í 9. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina með því að leggja Keflavík að velli í æsispennandi framlengdum úrslitaleik með 53 stigum gegn 49.
Jeanne Lois Figeroa Sicat úr liði Grindavíkur var valinn besti maður leiksins en hún skoraði 13 stig, hirti 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Hulda Sif Steingrímsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 14 stig og 6 fráköst Alexandra Hauksdóttir átti einnig góðan dag hjá Grindavík með 12 stig og 9 fráköst.
Hjá Keflavík var Eva Rós Guðmundsdóttir með 14 stig og 15 fráköst en hún átti í talsverðum villuvandræðum megnið af leiknum. Næst Evu í liði Keflavíkur var Andrea Björt Ólafsdóttir með 11 stig og 9 fráköst.
----
Mynd/www.karfan.is