Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík: 9. flokkur stúlkna Íslandsmeistari
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 08:57

Grindavík: 9. flokkur stúlkna Íslandsmeistari


Grindavíkurstelpur í 9. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina með því að leggja Keflavík að velli í æsispennandi framlengdum úrslitaleik með 53 stigum gegn 49.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jeanne Lois Figeroa Sicat úr liði Grindavíkur var valinn besti maður leiksins en hún skoraði 13 stig, hirti 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Hulda Sif Steingrímsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 14 stig og 6 fráköst Alexandra Hauksdóttir átti einnig góðan dag hjá Grindavík með 12 stig og 9 fráköst.

Hjá Keflavík var Eva Rós Guðmundsdóttir með 14 stig og 15 fráköst en hún átti í talsverðum villuvandræðum megnið af leiknum. Næst Evu í liði Keflavíkur var Andrea Björt Ólafsdóttir með 11 stig og 9 fráköst.

----

Mynd/www.karfan.is