Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar þurfa á kraftaverki að halda
Sumarið er búið að vera erfitt hjá Grindvíkingum og vonin að halda sér í deildinni er ansi veik.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 11:21

Grindvíkingar þurfa á kraftaverki að halda

Grindvíkingar gerðu tíunda jafnteflið í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu á Akranesi í gær. Lokatölur 1:1 en Grindvíkingar jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og var þar að verki varnarmaðurinn Josip Zeba með flottu skallamarki.

Grindvíkingar voru síðan nálægt því að hirða öll þrjú stigin en heimamenn björguðu á línu á síðustu mínútu leiksins. Þar voru Suðurnesjamennirnir óheppnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er súrt að ná bara jafntefli þar sem við þurftum bráðnauðsynlega á þremur stigum að halda. Við stefnum hraðbyrði á að jafna jafnteflismetið í deildinni. Við erum komnir með tíu og það þarf 12 til að jafna. „Við getum bara ekki skorað. Zeba er eini leikmaður liðsins sem skorar. Hann er hafsent og þá veistu að þú ert í tómu tjóni," sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur í samtali við fotbolta.net.

Grindvíkingar eiga fræðilega möguleika en þeir mæta Val og ÍA í tveimur síðustu umferðunum. Þeir eru í næst neðsta sæti, sex stigum á eftir fjórum liðum og með 5 mörkum verri markatölu en næstu tvö lið. Líkurnar eru því ansi litlar, ekki síst þegar litið er á andstæðingana.