Grindavík 2-0 undir gegn KR
Berjast fyrir lífi sínu í næsta leik
Grindvíkingar töpuðu gegn KR á heimavelli sínum 77:91 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Staðan er því 2-0 fyrir deildarmeistarana úr Vesturbænum sem geta með sigri í næsta leik tryggt sér sæti í undanúrslitum.
KR var betri aðilinn í leiknum og náði mest 22 stiga forystu á tímabili í þriðja leikhluta. Munurinn var 10 stig á liðunum í hálfleik en Grindvíkingar gerðu leikinn spennandi undir lokin þegar munurinn fór niður í 5 stig þegar tvær mínútur voru eftir. KR-ingar héldu haus og lönduðu sigri.
Þorleifur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 20 stig á meðan Garcia skoraði 19.
77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.
KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst.