Grindavík - Stjarnan í kvöld
Undanúsrlitarimma Grindavíkur og Stjörnunnar í Iceland Express-deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en leikið verður í Grindavík klukkan 19:15. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki leikur svo til úrslita þar sem andstæðingarnir verða annað hvort KR eða Þór.
Grindvíkingar fóru fremur þægilega í gegnum 8-liða úrslitin þar sem Njarðvíkingar voru andstæðingarnir en Stjörnumenn fóru alla leið í æsispennandi oddaleik gegn Keflvíkingum þar sem úrslitin réðust eftir framlengingu.