Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 11:45

Grindavík - KR í úrslitum Renault bikarkeppninar í höllinni á laugardag

Góður undirbúningur og samstaða leikmanna Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, er að stýra liði í fyrsta sinn í bikarúrslitum. „Flestir mínir leikmenn hafa reynslu af bikarúrslitum og vita hvað þarf að leggja af mörkum. Þessi lið eru nokkuð áþekk sem er ávísun á góðan leik. Bæði liðin hafa sterka útlendinga innan sinna raða, byggja á varnarleik og samvinnu auk þess sem leikmenn eru tilbúnir að gefa allt í leikinn. Ég reikna með Keith Vassel sterkum eins og hann hefur verið að spila í vetur en við munum ekki einbeita öllum okkar kröftum að honum heldur spila okkar sterku liðsvörn. Auðvitað skiptir dagsformið máli en það sem skiptir mestu máli er góður undirbúningur í vetur, samstaða leikmanna og sigurviljinn. Þá er óþarfi að minnast á góðan stuðning Grindvíkinga sem munu án efa fjölmenna á leikinn og ná í bikarinn heim til Grindavíkur”, sagði Einar hress í bragði. Æft í höllinni Grindvíkingar munu æfa í Laugardalshöllinni á föstudag og reyna að halda hópinn fram að úrslitaleiknum og styrkja þannig liðsandann. Bow saknað Meiðsli hrjá KR-inga þessa dagana og munar mest um Jonathan Bow sem leikið hafði mjög vel. Með hann innanborðs tapaði liðið varla leik en missti heldur betur flughæð þegar hann datt út. Bow er að auki þrautreyndur í bikarúrslitaleikjum og hefur unnið titil bæði með Keflavík og KR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024