GRINDAVÍK
MeiðsliMilan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, sagði stefnuna vera að gera betur en á síðasta tímabili. „Mér lýst ágætlega á mótið framundan. Við höfum átt í vandræðum með meiðsli. Gunnar Már Gunnarsson verður líklegast ekkert með í sumar, Ólafur Ingólfsson og Björn Skúlason eru nýfarnir að skokka eftir læknisaðgerðir og Albert Sævarsson, markvörður, lék sinn fyrsta leik gegn Reynismönnum í fyrradag eftir axlarmeiðsl. Sökum fámenns hóps er hver leikmaður lykilmaður og og meiðsl hafa því bein áhrif á getu liðsins.“Munu Grindvíkingar reyna að styrkja lið sitt frekar m.t. til fámennisins?„Já, ég á von á júgóslavneskum leikmanni, Vorkabic að nafni, í vörnina í minn stað. Hann er 31 árs gamall og hefur m.a. leikið í Portúgal. Ef allt gengur upp kemur hann til landsins eftir 10 daga.“Hvernig lýst þér á hin liðin í deildinni?Landssímadeildin verður spennandi en líklegast tvískipt. Fimm lið munu berjast um titlana og önnur 5 lið botninum. ÍBV og KR verða líklegast sterkustu liðin en Leiftur, Keflavík og Akranes koma þar á eftir. Við stefnum að þvi að gera betur en í fyrra. og tel ég það ágætis árangur að enda um miðja deild. Mikilvægt að ná stigum úr fyrstu leikjunum 4 sem leiknir verða á stuttum tíma.