Miðvikudagur 16. maí 2007 kl. 08:37
Griffin verður áfram í Grindavík
Jonathan Griffin mun leika með Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta kemur fram á www.umfg.is
Griffin kom til Grindvíkinga þegar Steven Thomas meiddist á síðustu leiktíð og það duldist engum að þarna var fantagóður leikmaður á ferð. Griffin lék 8 deildarleiki með Grindavík og gerði í þeim 22,4 stig að meðaltali í leik en svo þegar í úrslitakeppnina var komið bætti hann lítið eitt við sig og gerði 22,8 stig í þeim 8 leikjum sem Grindavík lék í úrslitakeppninni.
Á vefsíðu Grindavíkur segir ennfremur að búið sé að loka leikmannahring körfuknattleiksliðs Grindavíkur og er þar sennilega átt við að ekki verða fleiri leikmenn fengnir til liðsins.
www.umfg.is
VF-mynd/ Jón Björn Ólafsson - [email protected]