Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Griffin tryggði Grindavík sigurinn á vítalínunni
Mánudagur 28. janúar 2008 kl. 23:03

Griffin tryggði Grindavík sigurinn á vítalínunni

Páll Axel Vilbergsson fór hamförum í 91-93 spennusigri Grindavíkur gegn Hamri í Hveragerði í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Páll Axel gerði 33 stig í leiknum og tók 4 fráköst.

 

Það var svo Jonathan Griffin sem tryggði Grindvíkingum sigurinn af vítalínunni í blálok leiksins. Heimamenn í Hamri áttu lokaskot leiksins en það geigaði og Grindvíkingar fögnuðu sigri.

 

Griffin kom Páli Axeli næstur í stigaskorinu með 27 stig og 6 fráköst en Nicholas King gerði 30 stig og tók 10 fráköst í liði Hamars. Hann átti reyndar erfitt uppdráttar í fjórða leikhluta þar sem hann misnotaði 8 vítaskot fyrir Hamar.

 

Grindvíkingar eru nú með 22 stig í 3. sæti deildarinnar, KR hefur 24 stig í 2. sæti eftir sigur gegn nýliðum Þórs í kvöld en Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar með 26 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-Mynd/ Úr safni - Jonathan Griffin reyndist hetja Grindavíkur í kvöld er hann tryggði gulum sigurinn af vítalínunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024