Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gríðarleg spenna fyrir úrslitakvöldi Skólahreystis
Lið Holtaskóla í Skólahreysti 2014, skólinn hefur sigrað síðustu 3 árin.
Föstudagur 16. maí 2014 kl. 09:35

Gríðarleg spenna fyrir úrslitakvöldi Skólahreystis

Skólar frá Reykjanesbæ fagnað sigri frá 2010

Mikil stemmning er í herbúðum Skólahreystisliða Heiðarskóla og Holtaskóla fyrir úrslit Skólahreystis sem verða í kvöld, föstudag, í Laugardalshöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil hefð er fyrir Skólahreysti í báðum skólum en frá árinu 2010 hafa þessir skólar fagnað sigri í keppninni. Fyrst Heiðarskóli árið 2010 og síðan hefur Holtaskóli sigrað þrívegis í röð, sem er hreint magnaður árangur. Holtaskóli hefur farið átta sinnum í úrslit og þrívegis hampað titlinum, árin 2011, 2012 og 2013. Heiðarskóli hefur farið sjö sinnum í úrslit og unnu árið 2010.

Keppendur Heiðarskóla eru þau: Andri Már Ingvarsson sem tekur upphífingar og dýfur, Arnór Elí Guðjónsson sem keppir í hraðaþraut, Elma Rósný Arnarsdóttir fer í armbeygjur og hreystigreip og Katla Rún Garðarsdóttir keppir í hraðaþraut. Helena Jónsdóttir er íþróttakennari í Heiðarskóla.

Keppendur Holtaskóla eru þau: Aleksei Voronin sem tekur upphífingar og dýfur, Eggert Gunnarsson keppir í hraðaþraut, Kolbrún Júlía Newman tekur armbeygjur og hreystigreip og Tinna Björk Gunnarsdóttir keppir í hraðaþraut. Einar Guðberg Einarsson er íþróttakennari í Holtaskóla.

Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll í kvöld. Frítt er inn í Laugardalshöll og eru allir velkomnir.

Lið Heiðarskóla í Skólahreysti 2014.