Grétar tekur fram skóna
Reynismenn styrkja sig í baráttunni í 2. deild
Framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson hefur ákveðið að taka fram skóna og hefja knattspyrnuiðkun aftur. Grétar ætlar sér að aðstoða uppeldisfélagið Reyni Sandgerði í baráttunni í 2. deild út þetta tímabil en liðið er í neðsta sæti deildarinnar eins og stendur. Grétar hefur á farsælum ferli leikið m.a. með Grindavík, KR og Keflavík.
Reynismenn fengu einnig liðsauka frá Leikni en þaðan komu tveir ungir leikmenn. Um er að ræða Það eru bakvörðinn Hrannar Jónsson og sóknarmanninn Kristján Hermann Þorkelsson.