Grétar Ólafur á leiðinni til Keflavíkur
Framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson sem lék síðast með Grindvíkingum er á leiðinni til Keflavíkur. Viðræður hafa staðið yfir og eru á lokastigi.
Grétar, sem ól manninn í Sandgerði kom við sögu í 20 leikjum hjá Grindavík í sumar en hann kom þangað árið 2008 frá KR eftir að hafa verið þar frá árinu 2004. Hann var meiddur sumarið 2009 og spilaði ekkert það ár með Grindavík.
Hann hefur spilað 170 leiki fyrir Grindavík og KR og skoraði í þeim 72 mörk.