Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 9. nóvember 2003 kl. 22:14

Grétar Hjartarson stígur upp úr meiðslum

Grétar Hjartarson, hinn öflugi framherji Grindavíkur, er farinn að æfa aftur eftir erfið ökklameiðsli sem hafa haldið honum frá allri fótmennt svo mánuðum skiptir. Hann spilaði ekkert með Grindavíkurliðinu í sumar, enda átti liðið afleitu gengi að fagna í Landsbankadeildinni í sumar þar sem þeir björguðu sér frá falli í lokaumferðinni.

Grindvíkingar hljóta að fagna því að Grétar sé kominn á ferðina og vonast eflaust til þess að hann finni aftur form eins og hann var í sumarið 2002 þar sem hann var markahæsti maður deildarinnar. Grétar segir í samtali við heimasíðu Grindavíkur að hann ætti eftir að hitta lækni á næstu dögum sem mun skera úr um hvenær hann gæti farið að beita sér af fullum krafti á æfingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024