Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grétar Hjartarson færir sig um set
Þriðjudagur 2. nóvember 2004 kl. 16:13

Grétar Hjartarson færir sig um set

Markahrókurinn Grétar Hjartarson, sem hefur gert garðinn frægan með knattspyrnuliði Grindavíkur undanfarin ár, hefur ákveðið að færa sig um set. Grétar hefur leikið með Grindavík frá árinu 1998 utan eins árs sem hann var á mála hjá norska liðinu Stabæk og var m.a. markahæsti maður Íslandsmótsins árið 2002.

Ekki er komið í ljós hvar hann mun leika á næsta ári en mörg lið hafa borið víurnar í hann frá lokum tímabilsins. „Þessi mál fara að skýrast í þessari viku eða í byrjun næstu viku,“ sagði Grétar í samtali við Víkurfréttir. „Ég fór líka til Svíþjóðar til Djurgarden þar sem mér gekk ágætlega. Ég lék tvo leiki og skoraði tvö mörk og það mál er ekkert alveg búið.“

Þótt óvíst sé hvert leið Grétars liggur er ljóst að Grindavík hefur stórt skarð að fylla þar sem Grétar er einn albesti framherji sem leikur hér á landi um þessar mundir.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024