Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grétar Hjartar til KR
Fimmtudagur 4. nóvember 2004 kl. 21:21

Grétar Hjartar til KR

Knattspyrnumaðurinn Grétar Hjartarson, sem hefur leikið með Grindavík undanfarin ár, hefur gengið til liðs við KR. Hann handsalaði tveggja ára samning við Vesturbæjarliðið í kvöld. Ljóst hefur verið í nokkrar vikur að Grétar myndi ekki spila með Grindavík næsta ár, en fjölmörg lið hérlendis og erlendis hafa borið víurnar í þennan snjalla leikmann.

Grindavík verður því að leita að öðrum markaskorara, en Grétar var næst markahæstur í Landsbankadeildinni í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024