Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grétar dró betur og heldur áfram
Brosmildur Grétar með spaðadrottningu og súr Jón Ásgeir með tígulsexu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 19. desember 2023 kl. 16:32

Grétar dró betur og heldur áfram

Tippararnir úr síðustu umferð í tippleik Víkurfrétta, Jón Ásgeir Þorkelsson og Grétar Ólafur Hjartarson, þurftu að mæta á skrifstofu Víkurfrétta í dag og draga um hvor þeirra myndi halda áfram. Þeir fengu báðir átta rétta og voru jafnir í öllum úrskurðarþáttum og því þurfti að láta þá draga spil upp á hvor færi áfram.

Það mátti skera andrúmsloftið með smjörhnífi, svo mikil var spennan en svo fór að Grétar dró spaðadrottningu en Jón Ásgeir tígulsexu. Grétar heldur því áfram og mun mæta Víðiskonunni Guðlaugu Sigurðardóttur, eða Gullý Sig. Sannkallaður Suðurnesjabæjarslagur af bestu gerð framundan! Grétar og Gullý geta hins vegar slakað sér yfir jólahátíðina, tippleikurinn verður í fríi í næstu umferð í enska boltanum því næsta blað Víkurfrétta kemur ekki út fyrr en milli jóla og nýárs. Þarnæsta umferð í tippinu er laugardaginn 30. desember og verður spennandi að sjá hvort fer áfram, Grétar eða Gullý.

Jón Ásgeir var brosmildari rétt áður en kapparnir drógu úr stokknum. Grétar er hokinn af reynslu úr keppnisíþróttum, var spakur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024