Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grétar aftur í Grindavík
Mánudagur 23. júní 2008 kl. 18:32

Grétar aftur í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markahrókurinn Grétar Ólafur Hjartarson gekk í dag til liðs við sitt gamla lið, Grindavík, úr KR.

Grétar mun eflaust verða mikill styrkur fyrir Grindvíkinga sem hafa verið að berjast í bökkum í deildinni og hafa frekar fáliðaðan leikmannahóp. Grétar hefur hins vegar ekki fengið mörg tækifæri með KR og tók því tækifærinu um að koma aftur til Grindavíkur þar sem hann lék í fimm tímabil.

Samningur Grétars er til loka leiktíðarinnar árið 2010, hann mun þó ekki fá leikheimild með Grindvík fyrr en eftir mánuð, þegar félagaskiptaglugginn opnar.

VF-mynd/Þorgils - Grétar mun skrýðast gulu á ný