Grétar æfir með Doncaster
Sandgerðingurinn Grétar Hjartarson, sem gerði garðinn frægan með knattspyrnuliði Grindvíkur um árabil, verður til reynslu hjá enska 2. deildarliðinu Doncaster Rovers í þessari viku.Grétar, sem skrifaði undir samning við KR eftir síðasta tímabil, er með skæðari framherjum deildarinnar og leitaði fyrir sér erlendis áður en hann gekk til liðs við Vesturbæjarveldið.





