Grétar á heimaslóðir
Knattspyrnulið Reynis í Sandgerði sem leikur í 2. deild hefur samið við sóknarmanninn Grétar Ólaf Hjartarson. Grétar er uppalinn hjá félaginu og má því segja að hann sé kominn á heimaslóðir til að ljúka glæstum ferli sínum.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá hinum 33 ára gamla Grétari undanfarin ár en hann skoraði eitt mark í sjö leikjum í Pepsi-deildinni með Keflavík síðasta sumar.
Þessi reynslumikli leikmaður er búsettur í Sandgerði en Reynismenn hyggjast styrkja lið sitt enn frekar fyrir sumarið. Grétar hefur skorað fjölmörg mörk í efstu deild en hann hefur spilað með Grindavík og KR og einnig hefur hann spilað í Noregi.