Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. mars 2003 kl. 10:45

Gregory Harris væntanlegur á morgun

Nýi erlendi leikmaðurinn í liði Njarðvíkinga, Gregory Harris, er væntanlegur aftur til landsins á morgun en hann þurfti að yfirgefa landið þar sem hann hafði ekki tilskilin leyfi til að spila körfuknattleik á Íslandi. Nú er búið að sækja um slík leyfi fyrir kappann og eru þau mál í skoðun.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir að Harris væri þessa stundina í Danmörku hjá Jes Hansen fyrrum leikmanni Njarðvíkinga þar til að pappírshófinu lyki. „Við ákváðum að taka á þessu máli strax og redda þessu í hvelli þannig að hann geti leikið með okkur í úrslitakeppninni en planið er að hann komi til okkar á morgun og leiki með okkur“

Það er því bara að vona að Njarðvíkingum takist að redda þessum málum fyrir úrslitakeppnina því með Gregory Harris innanborðs eru þeir til alls líklegir. Þeir hafa sigrað tvo leiki gegn toppliðum deildarinnar og því væri mjög sárt fyrir þá að geta ekki teflt fram sínu sterkasta liði til að verja Íslandsmeistaratitilinn. Eitt er víst að ef allt fer vel verða Njarðvíkingar án efa sterkir í úrslitakeppninni því þar eru þeir alltaf sterkir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024