Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grátlegt tap Grindvíkinga
Mánudagur 13. júní 2005 kl. 09:50

Grátlegt tap Grindvíkinga

Grindvíkinga máttu þola grátlegt tap á Fylkisvelli í gær þegar heimamenn hreinlega stálu sigrinum á lokamínútum leiksins og unnu, 2-1. Fram að því hafði verið jafnræði með liðunum og Grindvíkingar verið sterkari ef eitthvað er.

Liðin sóttu til skiptis í upphafi leiks, en á 21. mínútu átti Magnús Þorsteinsson gott skot að marki eftirt hornspyrnu, en Bjarni Þórður í marki Fylkismanna varði vel. Bjarni var enn á réttum stað þegar hann varði meistaralega frá Magnúsi sem skaut föstu skoti úr teig.

Skömmu síðar komust Grindvíkingar loks yfir þegar Sinisa Kekic skallaði boltann framhjá Bjarna í markinu.

Eftir það lifnaði yfir heimamönnum sem höfðu verið ansi daufir fram að því. Þeir fóru að færa sig framar á völlinn og jöfnuðu á 40. mín þegar varamaðurinn Eyjólfur Héðinsson skoraði laglegt mark.

Hann fékk góða sendingu frá Finni Kolbeinssyni inn í teig, upp við endalínu og í stað þess að gefa boltann fyrir skaut hann úr þröngu færi, í Boban Savic í marki Grindvíkinga og inn.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þó liðin væru nokkuð jöfn í seinn i háflleik áttu gestirnir frá Grindavík mun hættulegri færi.

Mathias Jack átti skalla í stöng á 50. mínútu og Eysteinn Hauksson var óheppinn að skora ekki á 80. mínútu þegar hann átti glæsilegt skot af löngu færi sem hafnaði í samskeytunum og skaust þaðan út í teig til Magnúsar sem hitti boltann illa.

Þegar allt virtist stefna í jafntefli kom varamaðurinn Hrafnkell Helgi Helgason heimamönnum yfir á 88. mínútu með skoti úr teig.

Grindavík er sem fyrr í 8. sæti Landsbankadeildarinnar með 3 stig eftir 5 leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024