Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaslagur í Sláturhúsinu í kvöld
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 10:22

Grannaslagur í Sláturhúsinu í kvöld

Stórleikur fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld þegar Keflavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Grindavík. Mikil barátta er á toppi Iceland Express deildar kvenna í körfunni og styttist óðfluga í úrslitakeppnina. Leikurinn í Sláturhúsinu hefst kl. 19:15 í kvöld.

 

Aðeins fjögur stig skilja liðin að. Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Grindavík sækir fast á hæla þeirra með 22 stig. Haukar sitja á toppnum með 30 stig og nú er nokkuð ljóst að Stúdínur sitja fastar í fjórða sæti og aðeins spurning hvernig raðast á toppnum. Átta stig eru frá Grindavík upp að hlið Hauka og þykir ósennilegt að þær gulu nái að jafna Íslands- og bikarmeistarana að stigum en til þess að það gerist þurfa Haukar að tapa öllum sínum leikjum sem eftir eru.

 

Baráttan er því hvað hörðust milli þessara tveggja liða, Keflavíkur og Hauka, um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni því fátt virðist geta breytt því að liðin mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

 

Síðast þegar liðin áttust við fór leikurinn fram í Röstinni og þar hafði Grindavík nauman sigur í spennuleik, 88-82. Keflvíkingar þurfa því að vera fljótir að jafna sig af bikarósigrinum um helgina og freista þess að jafna um metin við Grindavík.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024