Grannaslagur i Njarðvík í kvöld - Komast Njarðvíkingar á toppinn
Njarðvíkingar geta skotist upp á topp 2. deildar karla í knattspyrnu í kvöld, en sannkallaður Suðurnesjaslagur verður á Njarðtaksvelli þegar heimamenn mæta Víðismönnum úr Garði.
Leikurinn hefst kl. 19 en með sigri geta Njarðvíkingar komist upp fyrir Gróttu og Reyni í efsta sætið, en hin síðarnefndu eiga þá að vísu leik til góða.
Víðismenn geta hins vegar með sigri komið sér lengra frá fallsætunum, en þeir eru sem stendur í 9. sæti af 12 liðum.
Mynd úr leik Reynis og UMFN fyrr í sumar