Grannaslagur í Njarðvík í kvöld
Njarðvíkingar fá Grindvíkinga í heimsókn í kvöld kl. 19:00 í 1. deild karla. Grindvíkingar eru í baráttunni á toppi deildarinnar með 35 stig en Þróttur R. er einungis tveimur stigum á undan og Grindvíkingar eiga leik til góða. Þeir geta því komist á toppinn með sigri í kvöld. En þeir eiga á brattann að sækja því Njarðvíkingar hafa ekki tapað leik á heimavelli í allt sumar og er óhætt að áætla að þeir stefni á að halda því óbreyttu. Njarðvíkingar eru í 7. sæti með 16 stig en Stjarnan (6. sæti) og Víkingur Ó. (8. sæti) eru það einnig, þannig að það er mikil barátta um miðbik deildarinnar. Við fáum eflaust að sjá hörkuleik á Njarðvíkurvelli í kvöld.
Vf-mynd: Frá leik Njarðvíkur og Víkings Ó. á Njarðvíkurvelli fyrr í sumar. Mynd: Magnús Sveinn.