Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaslagur í Njarðvík
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 12:40

Grannaslagur í Njarðvík

Bikarmeistararnir í heimsókn

Nýbakaðir bikarmeistarar Grindavíkur heimsækja Njarðvíkinga í kvöld í Domino's deild karla í körfubolta. Nú fer að sjá fyrir endann á deildarkeppni og eru línur að skýrast fyrir úrslitakeppnina. Grindvíkingar virðast vera nokkuð líklegir til þess að halda þriðja sætinu en Njarðvíkingar eru í mikilli baráttu hvað varðar að halda fjórða sætinu. Bæði Haukar og Þórsarar anda ofan í hálsmál Njarðvíkinga en fjórða sætið gefur heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Með sigri Njarðvíkur í kvöld komast þeir þó tveimur stigum frá Grindvíkingum og því er allt opið.

Leikur Njarðvíkinga og Grindvíkinga hefst klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni