Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld
Föstudagur 7. október 2016 kl. 13:12

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld

Í kvöld kl 18:15 hefst leikur erkifjenda Njarðvíkur og Keflavíkur í Dominos deildinni í körfubolta. Búast má við hörkuslag og fullu húsi en uppselt hefur verið á leiki Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni þrjú ár í röð að sögn Loga Gunnarssonar í samtali við Karfan.is

Eftirtaldar breytingar hafa orðið á liðunum frá síðasta tímabili.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Njarðvík:

Farnir eru Maciej Baginski og Ólafur Helgi Jónsson til Þórs í Þorlákshöfn og Hjörtur Hrafn Einarsson hættur. Nýir leikmenn eru Björn Kristjánsson frá KR, Jón Sverrisson frá Stjörnunni, Jóhann Á Ólafsson frá Grindavík og Corbin Jackson frá Bandaríkjunum.

Keflavík:

Farnir eru Magnús Þór Gunnarsson til Skallagríms, Ragnar Gerald Albertsson til Hattar og Valur Orri Valsson í nám til Bandaríkjanna. Nýir leikmenn eru Hörður Kristleifsson frá Hetti, Arnór Sveinsson, Arnar Þrastarson og Elfar Guðjónsson úr yngri flokkum og Amir Stevens frá Þýskalandi.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25