Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld
Föstudagur 7. október 2016 kl. 13:12

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld

Í kvöld kl 18:15 hefst leikur erkifjenda Njarðvíkur og Keflavíkur í Dominos deildinni í körfubolta. Búast má við hörkuslag og fullu húsi en uppselt hefur verið á leiki Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni þrjú ár í röð að sögn Loga Gunnarssonar í samtali við Karfan.is

Eftirtaldar breytingar hafa orðið á liðunum frá síðasta tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík:

Farnir eru Maciej Baginski og Ólafur Helgi Jónsson til Þórs í Þorlákshöfn og Hjörtur Hrafn Einarsson hættur. Nýir leikmenn eru Björn Kristjánsson frá KR, Jón Sverrisson frá Stjörnunni, Jóhann Á Ólafsson frá Grindavík og Corbin Jackson frá Bandaríkjunum.

Keflavík:

Farnir eru Magnús Þór Gunnarsson til Skallagríms, Ragnar Gerald Albertsson til Hattar og Valur Orri Valsson í nám til Bandaríkjanna. Nýir leikmenn eru Hörður Kristleifsson frá Hetti, Arnór Sveinsson, Arnar Þrastarson og Elfar Guðjónsson úr yngri flokkum og Amir Stevens frá Þýskalandi.