Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld
Mánudagur 20. október 2008 kl. 15:08

Grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld

Það verður sannkallaður grannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Grindavík í annarri umferð Iceland Express deild karla. Þessi sömu lið mættust í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem Grindavík hafði öruggan sigur. Njarðvík tapaði illa fyrir nýliðum FSu á útivelli í fyrstu umferð 103-78, meðan Grindavík komst í hann krappann gegn Stjörnunni á heimavelli. Grindavík hafði 110-109 sigur eftir framlengingu.


Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við hörkuleik. Leikir þessara liða undanfarin ár hafa verið hin besta skemmtun. Njarðvík vann báðar viðureignir þessara liða í deildinni á síðasta tímabili og má búast við að Grindvíkingar vilji hefna fyrir þær ófarir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-MYND/JJK: Það er oft hart barist í viðureignum Grindavíkur og Njarðvíkur.