Grannaslagur í kvennaboltanum
Keflvíkingar taka á móti Grindvíkingum
Í kvöld fer fram hörkuleikur í 1. deild kvenna í fótbolta, þegar Keflvíkingar taka á móti grönnum sínum frá Grindavík. Keflvíkingar unnu 1-2 sigur í fyrsta leik sumarsins en Grindvíkingar byrjuðu með þvílíkum látum og lögðu Gróttu á heimavelli sínum 9-0. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld á Nettóvelli.
Í 2. deild karla taka Njarðvíkingar á móti Ægismönnum í kvöld klukkan 19:15. Njarðvíkingar hafa unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er sumri.