Grannaslagur í Grindavík í kvöld
Sannkallaður grannaslagur verður í fótboltanum í kvöld þegar Grinvíkingar taka á móti Keflavík í 2. umferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 20:00
Grindavík verður án Ondo og Auðuns í leiknum en bekkurinn er nokkuð öflugur í ár þannig að það koma fínir menn í þeirra stað, segir á heimasíðu Ungmennafélags Grindavíkur.
Leikurinn er jafnframt sýndur á Stöð 2 sport ef einhverjir komast ekki.