Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grannaslagur endaði með sigri Reynis
Mánudagur 7. júní 2010 kl. 10:01

Grannaslagur endaði með sigri Reynis


Reynismenn tóku á móti nágrönnum sínum úr Garðinum á laugardaginn í annarri deild karla í knattspyrnu.

Leikurinn var í járnum þar til á 27. mínútu,  þegar  Björn Bergmann nýtti sér varnarmistök Reynismanna og skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víði.
Á 35. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar við Reynismenn fengu hornspyrnu. Boltinn ratnaði beint til Sveins Vilhjálmssonar sem skallaði hann með tilþrifum í netið.
 
Reynismenn skoruðu svo úr skyndisókn á 39. mínútu þegar Davíð Örn Hallgrímsson skoraðu eftir fyrirgjöf frá Hirti Fjeldsted og staðan orðin 2-1.
Víðsmenn sóttu sóttu stíft og uppskáru mark á 53. mínútu þegar Goran Lukic skallaði boltann í netið og jafnaði leikinn.

Á 69. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar Reynismenn fengu vítaspyrnu. Henni fylgdi rautt spjald á Garðar Eðvaldsson og Sandgerðingar því einum fleiri á vellinum. Jóhann Magni Jóhannsson skoraði úr vítaspyrnunni af öryggi og staðan var orðin 3-2, sem urðu úrslit leiksins.

Eftir fjórar umferðir í annarri deild er Reynir Sandgerði með 6 stig, hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur. Víðismenn sitja í 9. sæti af þrettán með þrjú stig, hafa unnið einn leik og tapað þremur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


 Jóhann Magni Jóhannsson skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Ljósmyndir: Jón Örvar Arason