Grannaslagur á Reykjanesmótinu
Keflvíkingar og Njarðvíkingar mættust í 3. umferð Reykjanesmótsins sem lýkur fimmtudaginn 4. október. Keflavík mættu einbeittari til leiks og sigruðu með 14 stigum, 104-90. Til að byrja með var leikurinn nokkuð jafn og ekki fyrr en í síðasta leikhluta sem Keflvíkingar skutust framúr. Ungu strákarnir stóðu sig mjög vel en Damon sýndi mikinn kraft. Guðjón og Damon voru með flest stig úr leiknum, 23.