Grannarnir berjast um síðasta sæti úrslitakeppninnar
Fögnuðu bæði sigri á útivelli
Keflvíkingar hanga ennþá í fjórða sæti Domino's deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í Ásgarði í gær. Grindvíkingar sem eru í fimmta sæti eiga leik til góða á Keflvíkinga og eru með jafn mörg stig og grannar sínir og því ljóst að baráttan verður hörð um þetta síðasta sæti í úrslitakeppni. Grindvíkingar höfðu einnig sigur í gær þegar liðið lagði Hamarskonur á útivelli.
Suðurnesjaliðin tvö eiga bæði eftir að leika gegn toppliðum Hauka og Snæfells áður en að þau mætast innbyrðis í lokaleik tímabilsins. Grindvíkingar eiga svo eftir að mæta Stjörnunni í leiknum sem þær eiga til góða.
Hamar-Grindavík 72-80 (13-17, 18-22, 24-18, 17-23)
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/14 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/10 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/7 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Hrund Skúladóttir 6, Íris Sverrisdóttir 2, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Petrúnella Skúladóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0.
Stjarnan-Keflavík 63-80 (20-25, 12-16, 13-24, 18-15)
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 26/7 fráköst, Melissa Zornig 15, Monica Wright 11/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 5/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/16 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0.