Grannar á toppnum
Keflavíkingar og Njarðvíkingar unnu andstæðinga sína í hörkuspennandi leikjum í gærkvöldi.Keflavík vann Grindavík 95-92 og Njarðvík sigraði Hamar 95-65. Keflavíkingar kepptu á heimavelli við Grindvíkinga og sigraði 95-92. Keflvíkingar voru yfir fyrripart leiks en svo bitu Grindvíkingar á jaxlinn og röðuðu í körfuna. En allt kom fyrir ekki. Keflavíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar þegar flautað var til leiksloka. Calvin Davis var stigahæstur í liði Keflavíkinga með 37 stig, Guðjón Skúlason með 18 og Jón Nordal Hafsteinsson með 10. Kevin Daley var stigahæstur Grindvíkinga með 29 stig, Páll Axel Vilbergsson með 19 og Pétur Guðmundsson með 13 stig.
Njarðvíkingar öttu kappi við Hamarsmenn á Selfossi en Hamar hafði ekki tapað á heimavelli í vetur. Lokatölur leiksins voru 95-65, Njarðvík í vil. Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson og Jes Hansen skoruðu allir 23 stig í leiknum. Pétur Ingvarsson í liði Hamars skoraði 18 stig og Skarphéðinn Ingason 14.
Njarðvíkingar öttu kappi við Hamarsmenn á Selfossi en Hamar hafði ekki tapað á heimavelli í vetur. Lokatölur leiksins voru 95-65, Njarðvík í vil. Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson og Jes Hansen skoruðu allir 23 stig í leiknum. Pétur Ingvarsson í liði Hamars skoraði 18 stig og Skarphéðinn Ingason 14.