Graig mun ekki leika með Njarðvík
Ekki með hreint sakavottorð
Ekkert verður af því að Michael Craig leiki með Njarðvíkingum í Domino's deild karla í körfubolta. Ástæðan mun vera sú að hann stóðst ekki þær kröfur um að hafa hreint sakavottorð. Þetta staðfesti Teitur Örlygsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is. Nú er verið að leita af öðrum erlendum leikmanni en Njarðvíkingar verða því án erlends leikmanns í kvöld þegar þeir halda í Vesturbæinn og leika gegn KR í átta liða úrslitum bikarsins.