Grænir í Garðabæ
Njarðvíkingar mæta 1. deildarliði Stjörnunnar í Reykjanesmótinu í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:15 í Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan hefur tapað báðum viðureignum sínum til þessa með þónokkrum mun en Njarðvíkingar eru ósigraðir í mótinu.