Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gott golf í vondu veðri
Laugardagur 12. júní 2004 kl. 15:21

Gott golf í vondu veðri

Birgir Leifur Hafþórsson er með forystu eftir fyrsta hring á Ostamótinu á Toyota-mótaröðinni í golfi en leikið er á golfvellinum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.  Björgvin Sigurbergsson, Hlynur Geir Hjartarson og Magnús Lárusson eru næstir, á 71 höggi.
Skor bestu manna er ótrúlega gott miðað við mjög erfiðar aðstæður í suð-austan 17 metrum á mínútu og rigningu í Herjólfsdal í morgun. Örn Ævar Hjartarson er í 6. sæti með 74 högg og Keilisfélagarnir Ólafur Már Sigurðsson og Helgi B. Þórisson eru næstir, höggi á eftir. Skor Birgis Leifs er ótrúlegt. Hann sagðist hafa slegið vel þrátt fyrir veðrið en einnig bjargað sér oft vel með góðum vippum og púttum. Hann fékk tvo fugla á 5. og 16. holu og Örn á 8. holu, sló inn á flöt og
púttaði ofan í en áttunda er stutt par 4. Birgir fékk aðeins tvo skolla.

Leika átti tvo hringi í dag, 36 holur en seinni hringnum var frestað vegna óveðursins. Seinni hringurinn fer fram á morgun og munu síðustu holl fara út um kl. 11 í fyrramálið.

Myndir: Ólafur Már Sigurðsson úr Hafnarfirði „söng í rigningunni„ eða réttara sagt fauk! Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari er með forystu á Ostamótinu í golfi í Eyjum, á 2 undir pari. VF-ljósmyndir/Páll Ketilsson.

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024