Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gott gengi sundfólks ÍRB í Danmörku
Fríður hópur náði frábærum árangri í Danmörku. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 23. maí 2022 kl. 16:25

Gott gengi sundfólks ÍRB í Danmörku

Ungt sundfólk frá ÍRB keppti á Tastrup Open í Danmörku með Framtíðarhópi Sundsambands Íslands um síðustu helgi. Allt sundfólkið náði að bæta sig í einni eða fleiri greinum og nokkrir unnu til verðlauna – glæsilegur árangur hjá þessum framtíðarsundgörpum.

Elísabet Arnoddsdóttir vann ein gullverðlaun og tvö brons og Daði Rafn Falsson vann til tveggja bronsverðlauna. Ástrós Lovís Hauksdóttir, Nikolai Leo Jónsson og Denas Kazulis unnu ein bronsverðlaun hvert. Jafnframt voru þau Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Árni Þór Pálmason ansi nálægt verðlaunasætum en þau náðu náðu bæði fjórða sæti í einu eða fleiri sundum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024