Gott gengi Suðurnesjamanna í Darmstadt
Hópur sundmanna frá ÍRB er að gera það gott þessa stundina á alþjóðlegu sundmóti í Darmstadt í Þýskalandi. Mótinu lýkur í dag en á fyrri keppnisdegi sigruðu sundmenn ÍRB í sex greinum. Sex gullverðlaun eru nú þegar komin í hús hjá ÍRB.
Alls hafa 10 silfurverðlaun fallið í hlut ÍRB í mótinu og fjögur brons. Þá hefur verið nokkuð um bætingar sundmannanna en nánari fregna af mótinu er að vænta síðar.
VF-mynd/ úr safni