Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gott gengi Suðurnesjaliðanna í knattspyrnunni
Brynjar Freyr kom Njarðvíkingum á bragðið gegn Þrótti.
Mánudagur 6. maí 2019 kl. 10:32

Gott gengi Suðurnesjaliðanna í knattspyrnunni

Suðurnesjaliðunum í knattspyrnunni gekk mjög vel um helgina og öll karlaliðin unnu sína leiki nema Grindvíkingar sem gerðu jafntefli. 

Keflvíkingar unnu flottan sigur á Fram (sjá umfjöllun) og Njarðvíkingar gerðu góða ferð í borgina þar sem þeir unnu Þrótt, Reykjavík 2-3. Brynjar Freyr Garðarsson kom Njarðvíkingum yfir en Þróttur næstu tvö. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk á 70. Og 72. Mínútu, fyrst Stefán Birgir Jóhannesson og síðan Bergþór Ingi Smárason með þriðja markið sem reynist sigurmarkið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttur í Vogum og Dalvík/Reynir gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Vogum. Pape Mamadou Faye kom heimamönnum yfir á 11. Mín. En síðan skoruðu gestirnir tvö mörk og voru nálægt því að tryggja sér sigurinn en Brynjar Kristmundsson bjargaði Þrótti með jöfnunarmarki á 90 mín. 

Hitt Suðurnesjaliðið í 2. deild, Víðir vann 2-1 sigur á KFG sl. laugardag. Mörk Víðis skoruðu Helgi Þór Jónsson og Jón Tómas Rúnarsson. Nýr þjálfari Víðis er Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson.

Sandgerðingar byrja vel í 3. Deildinni en þeir komu upp úr þeirri fjórðu eftir síðasta ár. Þeir unnu Sindra frá Hornafirði 3-1 á Sandgerðisvelli. Mörk Sandgerðinga skoruðu Admir Kubat á 32. Mínútu, Gauti Þorvarðarson bætti við öðru á 67. Mín. Og Hörður Sveinsson, fyrrverandi markahrókur úr Keflavík skoraði þriðja markið en skömmu áður náðu gestirnir að skora sitt eina mark.

Myndasería úr leik Keflavíkur og Fram fylgir fréttinni.

Byrjunarlið Reynis í fyrstu umferðinni.

Inkasso-Keflavík-Fram