GOTT GENGI REYNIS
Reynismenn hafa spilað 6.leiki í 2.deildinni í körfu. Hafa þeir farið á þann veg að Reynir hefur unnið fimm entapað einum. Fyrsti leikurinn var heima á móti liði Fjölnis og fór þannig að Reynir vann 76-68. Stig Reynis , Óli Garðar Axelsson. 17 Njörður Jóhannsson 16 Sveinn Hans Gíslason 11 en aðrir voru með minna.Næsti leikur var á móti HK. Hann vannst eftir barning en Reynismenn leiddu samt bróðurpart leiksins. Leikurinn fór 74-65. Stig Reynis Njörður Jóhannsson 25, Óli Garðar Axelsson 23 þar af fimm þribba, aðrir voru með minna. Leikur no 3 var á móti KR.b á heimavelli þeirra sá leikur vannst 62-78 Stigahæstir hjá Reyni voru Skúli Sigurðsson. 14 Sveinn Hans Gíslason 13 Óli Garðar Axelsson 13 og Jón Guðbrandsson. 12.Fjórði leikurinn var á móti GG í Grindavík. Sá leikur fór þannig að GG vann leikinn 88-78 eftir að Reynismenn höfðu leitt í hálfleik 36-48.Stigahæstir Reynismanna voru Hlynur Jónsson. 16 Skúli Sigurðsson 14 NjörðurJóhannsson. 12.Leikur númer fimm var í Sandgerði á móti Hrönn. Sá leikur vannst frekar auðveldlega eða 105-62.Stigahæstir Reynismanna voru Skúli Sigurðsson 18 , Guðmundur Skúlason 16. Síðasti leikurinn af þeim 6 sem spilaðir hafa verið í deildinni fór fram íReykjavík á laugardaginn 27 nóv. Það er skemmst að segja að Reynir vann sinn stærsta sigur frá stofnun deildarinnar. En leikurinn fór 45 ? 133. Stigahæstir Reynis voru Njörður Jóhannsson 26 Sveinn Hans Gíslason. 24 Emil Sigurbjörnsson. 16.