Gott gengi hjá Reyni/Víði á Gothia cup
Drengja- og stúlknalið 3. flokks Reynis/Víðis hafa lokið keppni á Gothia-mótinu í knattspyrnu.
Í gær léku liðin í úrslitakeppninni, strákarnir í A-úrslitum og stelpurnar í B-úrslitum.
Strákarnir töpuðu gegn FC Ajax, finnsku liði sem er í samstarfi við hollenska stórliðið, 4-0. Finnarnir voru mun sterkari aðilinn eins og við var að búast en R/V sýndu af sér góða baráttu og hefðu getað sett nokkur mörk ef heppnin hefði verið með þeim.
Stúlkurnar töpuðu 5-0, einnig gegn finnsku liði.
Í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu sagði Elvar Grétarsson, þjálfari strákanna, að allir væru sáttir við frammistöðuna. „Strákarnir náðu sérstaklega langt og hafa menn í kringum okkur verið að ræða um hve vel þeim gekk miðað við lið frá litlum bæ.“
Krakkarnir verða úti enn um sinn og fylgjast með mótinu til loka og munu eflaust hafa það gott.
Í gær léku liðin í úrslitakeppninni, strákarnir í A-úrslitum og stelpurnar í B-úrslitum.
Strákarnir töpuðu gegn FC Ajax, finnsku liði sem er í samstarfi við hollenska stórliðið, 4-0. Finnarnir voru mun sterkari aðilinn eins og við var að búast en R/V sýndu af sér góða baráttu og hefðu getað sett nokkur mörk ef heppnin hefði verið með þeim.
Stúlkurnar töpuðu 5-0, einnig gegn finnsku liði.
Í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu sagði Elvar Grétarsson, þjálfari strákanna, að allir væru sáttir við frammistöðuna. „Strákarnir náðu sérstaklega langt og hafa menn í kringum okkur verið að ræða um hve vel þeim gekk miðað við lið frá litlum bæ.“
Krakkarnir verða úti enn um sinn og fylgjast með mótinu til loka og munu eflaust hafa það gott.