Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gönguferð á Geitahlíð
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 00:46

Gönguferð á Geitahlíð

Miðvikudaginn 10. ágúst verða Reykjanesgönguferðir með gönguferð á Geitahlíð sunnan Kleifarvatns 355m hátt. Gengið verður á Stóru Eldborg sem er stór og tilkomumikill gígur í fjallinu.  Leiðsögumaður verður Kristín Jóna Hilmarsdóttir.
Allir velkomnir, gönguferðin er við allra hæfi sem treysta sér í góða fjallgöngu og hefur erfiðleikastigið *** 
 
Gangan tekur u.þ.b. 3-4 klst.
Kostnaður: kr 1000 frítt fyrir 12 ára og yngri
Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Reykjanesbær
Hvenær: kl. 19:00
 
Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024