Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gömlu hetjurnar unnu auðveldan sigur
Jón Halldór Eðvaldsson mætti klæddur sem olíufursti og stjórnaði liðinu með harðri hendi. Mynd frá Karfan.is.
Mánudagur 4. nóvember 2013 kl. 09:17

Gömlu hetjurnar unnu auðveldan sigur

B-lið Keflavíkur tryggði sig nokkuð auðveldlega áfram í Powerade bikarkeppninni í körfubolta um helgina. Liðið er skipað mörgum gömlum hetjum úr boltanum sem eru komnir yfir sitt léttasta skeið. Ef frá er talinn Gunnar Einarsson, sem enn virðist vera í sama formi og þegar hann hætti fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Keflvíkingar sigruðu 2. deildar lið Álfnesinga nokkuð auðveldlega, 115-71 og m.a. fengu stórstörnur á borð við Sigurð Indimundarson og Fal Harðarson að hvíla í leiknum. Liðið er því komið í 16 liða úrslit þar sem forvirnilegt verður að sjá hverjum þeir mæta í næstu umferð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík b: Gunnar Einarsson 29/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Albert Óskarsson 13/6 fráköst, Sævar Sævarsson 12/11 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 11, Elentínus Margeirsson 10/6 fráköst, Davíð Þór Jónsson 8/5 fráköst, Guðjón Skúlason 5, Falur Jóhann Harðarson 3, Sigurður Ingimundarson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst/5 varin skot, Hjörtur Harðarson 0.

Mynd: Skúli Sig - Karfan.is