Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Gömlu hetjurnar unnu auðveldan sigur
Jón Halldór Eðvaldsson mætti klæddur sem olíufursti og stjórnaði liðinu með harðri hendi. Mynd frá Karfan.is.
Mánudagur 4. nóvember 2013 kl. 09:17

Gömlu hetjurnar unnu auðveldan sigur

B-lið Keflavíkur tryggði sig nokkuð auðveldlega áfram í Powerade bikarkeppninni í körfubolta um helgina. Liðið er skipað mörgum gömlum hetjum úr boltanum sem eru komnir yfir sitt léttasta skeið. Ef frá er talinn Gunnar Einarsson, sem enn virðist vera í sama formi og þegar hann hætti fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Keflvíkingar sigruðu 2. deildar lið Álfnesinga nokkuð auðveldlega, 115-71 og m.a. fengu stórstörnur á borð við Sigurð Indimundarson og Fal Harðarson að hvíla í leiknum. Liðið er því komið í 16 liða úrslit þar sem forvirnilegt verður að sjá hverjum þeir mæta í næstu umferð.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík b: Gunnar Einarsson 29/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Albert Óskarsson 13/6 fráköst, Sævar Sævarsson 12/11 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 11, Elentínus Margeirsson 10/6 fráköst, Davíð Þór Jónsson 8/5 fráköst, Guðjón Skúlason 5, Falur Jóhann Harðarson 3, Sigurður Ingimundarson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst/5 varin skot, Hjörtur Harðarson 0.

Mynd: Skúli Sig - Karfan.is

Dubliner
Dubliner