Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. september 2000 kl. 14:32

Golfvertíð að ljúka

Elín Gunnarsdóttir sló körlunum við í Schweppesmótinu sem haldið var 23. september á Hólmsvelli í Leiru hjá GS. Um 60 keppendur léku golf í mjög góðu veðri. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Elín Gunnarsdóttir, GS 45 2. Þorsteinn Sigurðsson GS 42 3. Hilmar Konráðsson, NK 41 4. Smári Jónsson, GKG 40 5. Darri Hilmarsson, NK 40 6. Steinþór Steinþórss GO 40 7. Sigurður Þorkelsson, GS 40 Verðlaun gaf Ölgerð Egils Skallagrímssonar umboðsaðili Schweppes. Aðeins þrír keppendur léku í meistaraflokki í Meistaramóti Suðurnesja sem er gamla ÍS-mótið. Úrslit í meistaraflokki: 1. Helgi Birkir Þórisson 71 2. Guðmundur Sigurjónss 79 3. Davíð Jónsson 82 Þór Harðarson, Magdalena S. Þórisdóttir og Guðlaugur H. Guðlaugsson urðu stigameistar Golfklúbbs Suðurnesja í ár. Jöfn keppni var í flokkunum öllum og munaði t.d. aðeins 1,25 stigum á Guðlaugi og öðrum manni sem var Ásgeir Eiríksson. Við munum greina nánar frá fleiri úrslitum sumarsins eftir lokahóf GS sem verður á laugardag en sama dag verður einnig árleg Bændaglíma sem er jafnan síðasta mót sumarsins. Ræst verður út kl. 14 en um kvöldið verða erðlaunaafhendingar fyrir stigakeppnir og fleira auk kvöldverðar og skemmtunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024