Golfmóti frestað í Leirunni
Opið mót sem vera átti í Leirunni sunnudaginn 17. apríl hefur verið frestað. Þeir sem hafa hug á að keppa í næsta móti sem verður laugardaginn 23. apríl verða að skrá sig að nýju. Veðrið síðustu daga og vikur hefur verið frekar óhagstætt, næturfrost og hitastig ekki hátt á daginn, þannig að völlurinn hefur ekki tekið mikið við sér. Eins og áður segir verður reynt að halda mót 23. apríl, en allt fer það eftir veðri.