Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Golfmóti frestað í Leirunni
Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 14:09

Golfmóti frestað í Leirunni

Opið mót sem vera átti í Leirunni sunnudaginn 17. apríl hefur verið frestað. Þeir sem hafa hug á að keppa í næsta móti sem verður laugardaginn 23. apríl verða að skrá sig að nýju. Veðrið síðustu daga og vikur hefur verið frekar óhagstætt, næturfrost og hitastig ekki hátt á daginn, þannig að völlurinn hefur ekki tekið mikið við sér. Eins og áður segir verður reynt að halda mót 23. apríl, en allt fer það eftir veðri.

Heimasíða GS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024