Golfmót hjá fótboltastelpunum í Grindavík
Texas scramble styrktarmót meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Grindavík verður haldið laugardaginn 9. júlí á Húsatóftavelli í Grindavík. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði. Meðal annars verða veitt verðlaun fyrir óheppnasta parið, besta lúkkið og bestu innkomu.
1. verðlaun: 2x Taylor Made Burner Driver að verðmæti 70.000 kr. hvor.
2. verðlaun: 2x Fjölskyldárskort í Bláa lónð að verðmæti 36.000 kr. hvort.
3. verðlaun: 2x Gjafarbréf frá ÚÚ að verðmæti 25.000 kr. hvort.
Nándarverðlauna verða við þrjár holur og ýmislegt skemmtilegt verður í boði. Þátttökugjald er 5.000 og innfalið í gjaldi er teigjöf.
Mynd: Hófthúsavöllur í Grindavík