Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Golfklúbbur Suðurnesja 60 ára
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 4. mars 2024 kl. 14:07

Golfklúbbur Suðurnesja 60 ára

Golfklúbbur Suðurnesja fagnar sextíu ára afmæli í dag en GS var stofnaður 4. mars 1964. Stofnfundurinn var haldinn í dómssal lögreglustöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þar komu saman nokkrir áhugamenn um stofnun golfklúbbs en þeir höfðu þegar tryggt sér land undir golfvöll sem væri í landi Stóra-hólms í Leiru í Gerðahreppi.

Á þessum fundi var m.a. lesið upp lög Golfklúbbs Reykjavíkur en fyrstu lög Golfklúbbs Suðurnesja voru sniðin að þeim að með smávægilegum breytingum sem betur þótt við eiga við svæðið.

„Stórhuga draumar stofnenda ásamt vinnuframlagi allra sem hafa síðan í hendur lagt, annaðhvort sem stjórnarmeðlimir, félagsmenn, starfsmenn eða sjálfboðaliðar hafa byggt upp auðlindina sem er Hólmsvöllur.  Það á að forgangsverkefni okkar allra að varðaveita félagsandanum í klúbbnum því það er golfklúbbnum lífsnauðsynlegt að eiga félagsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kæru félagsmenn, til hamingju með 60 ára stórafmælið. Við munum fagna þessum tímamótum síðar í sumar og auglýsa það sérstaklega þegar nær dregur,“ segir í frétt á heimasíðu klúbbsins.

Þess má geta að leikið var fyrstu árin á sex holu velli sem síðan stækkaði í 9 holur. Árið 1986 er líklega stærsta ár í sögu klúbbsins en þá var Hólmsvöllur stækkaður í 18 holur og á sama tíma var nýtt klúbbhús tekið í notkun. Þetta sumar var því fagnað með því að halda Landsmót í golfi.

Fyrsti formaður GS var Ásgrímur Ragnarsson en á meðfylgjandi mynd má sjá hann og félaga hans í fyrstu stjórininni.

 Núverandi formaður GS er Sveinn Björnsson. Við hlið hans á myndinni er Guðmundur Rúnar Hallgrímsson ellefufaldur klúbbmeistari GS.