Golfdagur með Forsbrand í Íþróttaakademíunni
Íþróttaakademían og GSÍ kynna golfdag með Svíanum Anders Forsbrand sem talinn er snillingur í að nota fleygjárn, í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ laugardaginn 10.mars. Dagskráin verður bæði í formi fyrirlestra og sýnikennslu í því hvernig á að nota fleygjárnið en hann og Seve Ballestoros eru taldir vera bestu fleygjárns kylfingar heims. Golfdagurinn er opinn öllum en takmarkaður fjöldi miða er þó í boði.
Forsbrand, sem býr nú í Flórída, gerðist atvinnukylfingur 1981 og lék fyrst á Evrópumótaröðinni árið eftir og var með þátttökurétt á mótaröðinni til ársins 2003. Hann sigraði sex sinnum á Evrópumótaröðinni og var þrisvar á meðal 10 efstu á peningalistanum. Árið 1993 varð hann fyrsti Svíinn til að leika í öll um fjórum risamótunum á sama ári. Þá var hann aðstoðarfyrirliði Evrópuúrvalsins sem Bernhard Langer stjórnaði í Ryderbikarnum 2004. Forsbrand heimsótti íslenska landsliðið er það var í æfingabúðum í Flórída í fyrra og sýndi þar hvernig á að beita fleygjárninu og gátu íslensku kylfingarnir ýmislegt af honum lært.
Skráning er hafin á golfdaginn í síma 420-5500 og á [email protected].
Mynd/P.Ket: Forsbrand heimsótti íslenska landsliðið er það var í æfingabúðum í Flórída í fyrra. Hér er hann með fyrirlestur á æfðingasvæðinu í Orlando.