Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:21
GÓÐUR SIGUR VÍÐIS
Víðismenn gerðu gott strandhögg í Breiðholtið sl. laugardag og sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og virðast komnir á sigurbraut aftur í 1. deildinni. Mörk þeirra Kára Jónssonar og Goran Lukic skiluðu liðinu upp að hlið ÍR-inga sem halda þó öðru sæti deildarinnar á betra markahlutfalli.