Góður sigur Reynis í undanúrslitum
Úrslitakeppnin í 4.deild karla er farin af stað en í gær fóru fram fyrri viðureignirnar í undanúrslitunum. Reynir Sandgerði tók á móti Kórdrengjum.
Á Europcarvellinum í Sandgerði kom Unnar Már Unnarsson heimamönnum yfir á 30. mínútu og staðan 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik. Undir lok leiks skoraði svo Strahinja Pajic annað mark heimamanna og innsiglaði 2-0 sigur Reynismanna
Á Europcarvellinum í Sandgerði kom Unnar Már Unnarsson heimamönnum yfir á 30. mínútu og staðan 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik. Undir lok leiks skoraði svo Strahinja Pajic annað mark heimamanna og innsiglaði 2-0 sigur Reynismanna
Seinni leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn í Safamýri. Það lið sem sigrar einvígið tryggir sér rétt til að spila í 3. deildinni á næsta ári.
Haraldur Guðmundsson tók við þjálfun Reynis í vor. VF-mynd/Marteinn Ægisson.