Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður sigur Njarðvíkur
Laugardagur 13. ágúst 2005 kl. 11:24

Góður sigur Njarðvíkur

Njarðvíkingar löguðu stöðu sína í 2. deild með því að leggja Tindastól á Njarðvíkurvelli í gær, 2-1. Þeir eru hins vegar enn í 4. sæti með einu stigi minna en Selfoss.

Heimamenn byrjuðu mun betur og áttu góð færi í upphafi leiks. Það var því þvert á gang leiksins þegar gestirnir komust yfir á 14. mínútu.

Þannig var staðan í háflleik, en í þeim síðari voru Njarðvíkingar með yfirhöndina sem fyrr. Nú léku þeir með vindinn í bakið og jöfnuðu loks á 72. mín þegar Samir Mesetovic skoraði beint úr aukaspyrnu. Þá komust þeir yfir stuttu síðar með marki Magnúsar Ólafssonar úr vítateig.

Staðan í deildinni

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024